Laugardagur 8. febrúar 2003
Vaknað snemma
Þar sem Augusto vaknar (eða reynir að vakna) snemma til að skutla mér í skólann tvisvar í viku, þá samþykkti ég að vakna klukkan hálf sjö í morgun og skutla honum á flugvöllinn. Eftir það var alveg tilvalið að fara í bakaríið, og svo þegar heim var komið að borða bakaríis-morgunmatinn og svo horfa á upptöku af The Daily Show frá síðustu viku – þannig að mér bara tókst ekkert að fara aftur að sofa!!
Síðar tók við að skrifa við allar myndirnar í “alvöru myndaalbúmi 1” (fékk 88 myndir frá ofoto.com um daginn), því að ég sé alveg fyrir mér að eftir 40 ár fari maður að skoða myndaalbúmin og þá gæti verið gaman að hafa texta við myndirnar… 🙂 Síðan kíktu Berglind og Styrmir í heimsókn að skila nokkrum diskum, og um kvöldið fórum við í lambalæri “á la Grikkland” til Guðrúnar og Snorra, ásamt Elsu, Þráni og Co. og Halldóri sem vinnur með G&S.; Maturinn var æði, og við fórum heim södd og saddari – með “Aðlaðandi er konan ánægð” – bók eftir Joan Bennett frá 1946 – í fararteskinu… 🙂