2003-02-09Uncategorized Standard
Sunnudagur 9. febrúar 2003
Peningaeyðsla
Við skröltum í dag út í búðir og keyptum nauðsynjavörur ásamt nokkrum ónauðsynjavörum, eins og kassa af rauðvíni á góðu verði, gólfmottu á ganginn og plastgólfmottu undir skrifborðsstólinn. Hápunkturinn var samt Lindt súkkulaði með hnetum sem við rákumst á í einni ágætri búð… 🙂
Annars horfðum við á Bill Clinton hjá Larry King núna í kvöld, og kepptumst við að gráta það að hann er ekki forseti lengur… Algjör svekkur hvað núverandi forseti er mikill skítalubbi og fátækur á milli eyrnanna. 🙁