Miðvikudagur 12. febrúar 2003
…and I’m leaving on a jetplane…
Keypti farmiða fyrir mig til Englands í gær, ætla að kíkja á pabba og Anthony litla bróðir í viku á meðan skólinn er í fríi. Finnur á ekkert frí frekar en venjulega svo hann kemst ekki neitt… 🙁
Ég fer sem sagt laugardaginn 22. mars og lendi, eftir 10 tíma flug, sunnudaginn 23. mars. Flugið til baka er svo 1. apríl. (þegar Hólmfríður á afmæli! 🙂 Miðinn kostaði $320, eða um 25þús íslenskar, sem verður nú að teljast alveg allt í lagi… 🙂 Ég var eitthvað að gæla við í að kíkja til Íslands, en þetta er svo stuttur tími!!! Hmmm…
Annars er lítið í fréttum, helst það að samkvæmt nýjust upplýsingum eru FIMM Íslendingar að sækja um inngöngu í framhaldsnám í rafmagnsverkfræði við Stanford!! Er það ekki bara nokkur slatti?! Sérstaklega þar sem það útskrifast svona 15-30 á ári með BS frá HÍ? Maður bara bíður og vonar… 🙂 Svo var Angel góður í kvöld… 🙂 Reyndar synd að horfa ekki á West Wing, en einhvern veginn held ég að við bíðum bara eftir DVDunum til að horfa á þann orðaflaum… 🙂