Miðvikudagur 26. febrúar 2003
Þetta gæti barasta reddast…
Ég eyddi deginum frantically í að gera tvo heimadæmaskammta, annar (tónlistin) var næstum kláraður í dag, og merkilegt nokk þá bara gekk sá síðari ágætlega núna í kvöld þannig að það er næstum fræðilegur möguleiki á að þessu verði öllu skilað á temmilegum tíma! 🙂
Í algjöru kæruleysi fór ég svo líka út að borða í kvöld með Finni og vinnufélögum hans, þeim Sigga og Erni, sem eru búsettir í Kanada og vinna þar fyrir Greenborder ásamt Tomma hennar Stínu Stuð. Þeir félagar, Siggi og Örn, hafa nefnilega verið hérna undanfarna daga en Siggi fer á morgun og Örn á föstudaginn. Svo skemmtilega vill til að Örn og Finnur unnu saman hjá EJS á Íslandi (áður en Örn fór að vinna fyrir Oz) – og sumir muna kannski að Finnur og Tommi voru saman í Tölvuháskóla VÍ (seinna HR) og unnu saman hjá Landspítalanum eitt sumarið. Svona er Ísland/heimurinn lítið/lítill… 🙂
Annars fékk ég nú heldur betur að kenna þá því í kvöldmatnum, því þeir félagar töluðu um lítið annað en vinnuna, svo nú skil ég Finn betur þegar hann mætir í Stanford partý og fólk talar bara um hinn prófessorinn og þennan kúrs… 🙂
P.s. Eins og einhver mun kannski hafa séð í ummælunum við gærdaginn þá ligg ég á Everwood þáttum eins og gjafmildur ormur á gulli… 🙂 Ef einhver hefur áhuga að nálgast þættina þá bara endilega senda póst á hrefna att stanford punktur edu og ég skal gefa þeim hinum sama upp slóðina… 🙂 Þættirnir eru milli 100 og 450 MB stykkið.