Fimmtudagur 2. janúar 2003
Höfuðflensa
Vaknaði í morgun klukkan fimm við stanslausar hellur (snap, clackle and pop hljóð) í eyrunum, nefrennsli, hálsbólgu og ákvað að nú væri tími til kominn að prófa þessar Tylenol Cold pillur sem ég keypti fyrir tveimur árum í búðarferð með kananum Kerri sem eins og aðrir kanar tekur meðöl þegar hún fær kvef. Ég sem sagt skellti í mig tveimur “Multi-Symptom Tylenol Cold Complete Formula” fyrir “Nasal Congestion, Runny Nose/Sneezing, Coughing, Sore Throat and Headache” og sofnaði hálfri mínútu síðar… Þegar Finnur fór á lappir vaknaði ég örlítið, en var annars rotuð til hádegis sem var bara ágætt. Þetta kveflyf er sem sagt aðallega svefnmeðal!!
Eyddi annars deginum fyrir framan imbann, horfði á 5 þætti af Monty Python, 3 þætti af Tough Enough III (sem fór meðal annars til Íslands! Jei, Hjalti Úrsus! 🙂 og svo kom Finnur heim með pizzu í kvöldmat. Síðan meira sjónvarp og núna kominn háttatími. Heilsan eitthvað að skána, amk hálsbólgan að mestu farin, en eftir standa smellirnir í eyrunum og hóstakjöltur. Ég ætti að verða orðin fín þegar skólinn byrjar í næstu viku. Af hverju verður maður alltaf annars veikur í fríum?!?! Urrdan bíttann!!