Miðvikudagur 22. janúar 2003
Life goes on…
Til hamingju með afmælið Anna tengdamamma!! 🙂
Annars voru niðurstöðurnar úr kvölunum kunngerðar í dag (uh, reyndar ekki opinberlega, en við stelpurnar réðumst inn á skrifstofu vingjarnlegasta prófessorsins á svæðinu og spurðumst frétta). Það virðist sem kvalirnar hafi verið óvenju blóðugar í ár, því aðeins Sarah og Erin náðu af þeim sem við þekktum. Söruh gekk rosalega vel, hún var í tuttugasta og öðru sæti og Erin var í fimmtugasta og fjórða sæti, af sjötíuogníu sem var hleypt í gegn. Það voru hundraðognítíu manns sem tóku kvölina í ár, en í fyrra voru það hundraðnítíuogsex.
Ekkert merkilegt að frétta annars, undanfarna daga hef ég verið að endurhanna vefsíðu rafmagnsverkfræðideildarinnar – og vonandi fer nýja útgáfan upp fljótlega… Merkilegt annars hvað það fer mikill tími í að dunda við smáatriðin… Síðan er búin að vera tilbúin í meginatriðum síðan í síðustu viku, en bara að hanna og búa til hnappa og logo tók alveg tvo daga! Og já, ég er að reyna að fá Finn til að setja saman kommentakerfi fyrir bloggið… en það gengur hægt… 🙁