2003-01-28Uncategorized Standard
Mánudagur 27. janúar 2003
Mánudagur enn á ný
Í dag átti sko að taka heimadæmin í “scattering” í gegn – en í staðinn fór eftirmiðdagurinn að mestu leyti í umræður milli kvennana á skrifstofunni (við erum fjórar, ég, Kerri, Cristina (spænsk) og Shadi (nokkuð strangtrúaður múslimi)) og þeirra stelpna sem villtust inn á skrifstofuna. Umræðuefnið fór frá múslimskum siðum og almennum siðgæðisviðmiðunum út í umræður um kynlíf og kynfræðslu og ég bara veit ekki hvað. Ekki komumst við nú að neinni almennri niðurstöðu (meira svona “þetta var ég alin upp við”) – en það er nokkuð ljóst að okkur stelpunum hefur tekist að fæla frá okkur alla karlmenn með svona umræðuhópum – þeir flýja skrifstofuna fljótar en road runnerinn þegar við byrjum!!! Ætli það sé gott eða slæmt?!?!