Þriðjudagur 28. janúar 2003
Meira blah blah
Umræður af hinu ýmsu tagi halda áfram… Í dag voru miklar vangaveltur yfir því hvort maður myndi uppgötva kynlíf “náttúrulega”, það er ef enginn segði manni frá því?! Orsökin fyrir þeim umræðum var sú uppgötvun á mánudaginn að sumum stelpum sem við þekkjum var ekki sagt frá því að það væri til neitt sem héti kynlíf, þetta með hvernig börnin verða til var hreinlega ekki útskýrt fyrir þeim fyrr en þær voru rétt rúmlega tvítugar… Við höldum (af því að það er erfitt að spyrja í út svona í þaula) að tvennt komi til – dætur spyrja mæður sínar út í blæðingar eða eitthvað og þær segja að þær séu ekki nógu gamlar til að vita það, eða þá að spurningunni “hvernig verða börnin til?” sé svarað með “þau koma frá guði”…
Sumir bentu á dýrin í sveitinni væru gott fordæmi – en það á ekki vel við um borgarbörn. Aðrir bentu á skólafélagana – en ef það er hægt að láta börn trúa á jólasveininn til x ára aldurs (eins og samfélagið gerir oft í heild sinni) – myndu skólafélagarnir endilega vita neitt meira? Of ef þeir vissu eitthvað, myndu þeir tala um það á milli sín? Enginn botn fékkst sem sagt í málið – en mig grunar að þetta eigi eftir að fljóta upp á yfirborðið síðar meir.