Sunnudagur 1. desember 2002
Fín helgi, tvö tæki dauð
Helgin í L.A.la-landi var fín, við gerðum ekki mikið – fórum í ökutúr á föstudeginum til Ventura bæjar – en við sváfum, átum og höfðum það gott í staðinn. Reyndar var ég plöguð af hálsbólgu/þurrum hósta sem ágerðist eftir því sem á leið svo við ákváðum að fresta köfunarferð sem við höfðum ætlaði í á laugardeginum. Í staðinn komu bíómyndirnar Kate and Leopold, Bridget Jones’ Diary og Legally Blonde í sjónvarpinu!
Ökuferðin upp eftir gekk svo ágætlega í dag fyrir utan að tvö tæknileikföng dóu. Fyrst byrjaði Finnur á því að missa glænýja ferðageislaspilarann í gólfið rétt áður en við lögðum af stað og hann neitaði að lesa diska eftir það. Fyrsta stoppið á leiðinni heim var því í Fry’s að kaupa nýtt eintak enda ekki vænlegt að leggja af stað í sjö tíma akstur með bara útvarpið til afþreyingar. Svo byrjaði stafræna myndavélin að láta illa í gær en virðist hafa algjörlega dáið í dag (í Sólvangi þar sem við keyptum danskt nammi) því þegar við setjum minniskort í hana kemur bara “CF card error”, ef hún nennir yfir höfuð að vakna þegar við kveikjum á henni… Er það bara ég eða er þetta nóg til að kveikja á hjátrúargeninu í manni?!?