2002-12-03Uncategorized Standard
Þriðjudagur 3. desember 2002
Myndavélin rís upp á afturlappirnar og geltir!
Hann Finnur minn (þessi elska) skrifaði Canon tölvupóst út af myndavélinni okkar og fékk svar í dag. Þar var honum sagt að halda inni Menu-takkanum í 5 sekúndur og samþykkja svo “reset” í framhaldi af því. Hann gerði það en myndavélin var nú samt ekkert að virka. Svo prófaði ég núna áðan að setja í hana minniskort og kveikja á henni og viti menn – HÚN VIRKAR!! 🙂