Mánudagur 9. desember 2002
ÁÁÁÁIIIIII!!
Prófið í morgun var örugglega létt fyrir suma, en fyrir t.d. mig þá var það algjör martröð!! Ég held að sjaldan sem aldrei hafi ég verið jafn gjörsamlega klúless á einu prófi. Ég hugga mig bara við það að kannski voru fleiri klúless, og þá er ég ekki í alveg jafn vondum málum… Svo skiluðum við inn lokaverkefninu í hinum kúrsinum, ég náði ekki að lesa yfir það sem Ana skrifaði, en það verður að duga. Ég bara nenni ekki meiru!
Eftir prófið tók ég mig til að hreinsaði til á skrifborðinu og núna ætla ég líklega að stunda einhverjar “rannsóknir” – eða bara fara að kaupa jólagjafir… hehe. Það eina sem stendur milli mín og jólafrísins er að sannfæra Próf. Tyler um að ég hafi stundað rannsóknir í vetur sem nemur tveimur einingum… en þegar það er búið þá er ég komin í JÓLAFRÍÍÍÍÍÍ! 🙂