2002-12-12Uncategorized Standard
Þriðjudagur 10. desember 2002
AGU ráðstefnan heimsótt
Á hverju ári heldur AGU (American Geophysical Union) “haust”ráðstefnu í San Francisco í byrjun desember – og þrátt fyrir að hafa verið hérna í rúmlega tvö ár, þá hafði mér aldrei dottið í hug að fara því ráðstefnan er haldin í miðjum lokaprófum! Í ár dró Kerri mig hins vegar á ráðstefnuna (sem er ekkert lítil, svona um 10þús manns mæta á einni viku, þar á meðal Íslendingar alla leið frá Íslandi, eins og Ragnar skjálfti sem ég kom auga á) og hún var bara fín. Ég tók slatta af myndum, og þær ættu að skila sér á myndasíðuna vonandi á morgun eða hinn… eða hinn… 🙂
Nota bene – einn dagur á þessari ráðstefnu kostar 122 dollara fyrir námsmenn… það eru 10þús krónur!!