Miðvikudagur 11. desember 2002
… og allir saman nú!…
Í dag mætti ég frekar seint í skólann, eða 10 og eyddi fyrstu tveimur tímunum að tala við mömmu og co. heima á Íslandi, sem ég hef ekki talað við í tvær vikur sökum anna. Grr…vondar annir!! 🙂 Svo var ég að reyna að redda síðustu jólagjöfunum, sem fólst í að berjast við amazon.co.uk sem vildi helst senda pakkana mína í janúar, og heimsækja svo bóka/plötubúð. Einnig gerðust þau stórtíðindi að ég fór í alvöru klippingu!!! 🙂
Aðalfjörið byrjaði svo upp úr fimm, þegar ég mætti á mína fyrstu “kóræfingu” Star Lab nemenda (svona 10 manns) og tveimur klukkutímum síðan sungum við jólalög fyrir prófessora og gesti í jólapartýinu. Það gekk bara vonum framar, fyrir utan “Oh, Holy Night” sem við höfðum ekki æft (ein stelpan átti að syngja einsöng, en hún guggnaði, enda alveg hroðalega erfitt lag) þannig að á síðustu stundu bara sungum við stelpurnar nokkrar þetta á háu nótunum… og þarna alveg í endann þá náðum við hæstu nótunum en við vissum ekkert hvað við vorum að gera sökum æfingarleysis og þetta leystist allt upp í hlátur! 🙂 En fram að því þá var þetta nú bara nokkuð gott! 🙂 Það ættu vonandi að koma líka myndir frá þeim viðburði á næstu dögum… 🙂