Fimmtudagur 12. desember 2002
Tilvistarkreppa bloggarans
Er það þess virði að skrifa hvað maður gerir á daginn ef það er alveg stórkostlega ómerkilegt, eins og að sitja heilan dag við tölvuna, sækjandi tónlistarmyndbönd og brenna þau á disk? Eða ætti maður frekar að strauja yfir daginn, setja sig í merkilegu stellingarnar og velta sér upp úr einhverjum heimspekilegum pælingum í staðinn? Hmmm… Ekki það að ég hafi mikið heimspekilegt að segja – fyrir utan það hvort að ég ætti að vera heimspekileg, sem ég er ekki einu sinni alveg viss hvernig maður gerir…?
Hvað um það, klukkan er margt, ég er syfjuð, augun þreytt og tími kominn til að fara að sofa. Stutt upptalning á því sem fram fór fyrir utan plastbruna: Fór með jólagjafir í póst og afhenti Loga jólapakka til að taka með heim til Íslands. Og, jú… reyndar einn stóratburður – Við fengum fyrstu jólagjafirnar í dag!!! JIBBÍÍÍ!! Og tvo ofursæt jólakort með! 🙂 Og Morgunblaðið frá 1. desember! 🙂