Föstudagur 13. desember 2002
Fleiri sjónvarpsrásir
Í dag kom gæi frá sjónvarpsfyrirtækinu með afruglara fyrir “digital cable” eins og þeir kalla þetta. Þar með erum við komin með aðeins fleiri sjónvarpstöðvar en áður, þar á meðal bíómyndastöðvar og BBC America. Þessi rásastækkun er nú reyndar til komin vegna þess að uppáhaldsliðinu hans Finns (Everton) er loksins farið að ganga skítsæmilega síðan við byrjum saman (það eru átta og hálft ár síðan!) og leikirnir þeirra eru sýndir á Fox World Sport…
Annars var þetta svoldið skondið því gæinn sem kom var þvílíkt þunnur, með víst alveg svakalegan hausverk eftir bjór og tequila drykkju í gærkvöldi! En þetta endaði nú allt saman vel og við fengum extra stöðvarnar. Núna er eini gallinn sá að við verðum að horfa á sömu stöð og vídeóið er að taka upp á… sem er reyndar alveg heljarinnar galli! 🙁
Bögg
Var að taka eftir því að bloggið hefur ekki verið að skila sér. Kíkti betur á málið og komst að því að ftp serverinn á vélinni minni hafði núllstillt sig… líklega þegar tölvan hrundi um daginn. Þannig voru allar notendastillingar týndar og tröllum gefnar og bloggerinn bara komst ekki inn! En núna á þetta að vera komið í lag…