Föstudagur 27. desember 2002
Óvæntur glaðningur
Hann Ivan Linscott (leiðbeinandinn minn) hafði samband við mig í dag og bauð okkur fjóra miða á ævintýrasirkúsinn Cirque du Soleil klukkan átta í kvöld, þar sem mamma hans hafði víst fengið all svakalega í magann og væri því ekki ferðafær. Við auðvitað þáðum með þökkum og hringdum í Úlfar og Lottu sem eiga heima í San Francisco og buðum þeim með.
Sýningin var töfrum líkast, bara búningarnir voru þess virði að mæta! 🙂 Það er líka nokkuð ljóst að ég er of stórvaxin til að geta nokkurn tímann unnið í sirkús nema þá sem eitthvað fyndið side-kick… Allir kvenkyns listamennirnar voru svona 1,50 metrar á hæð og tágrannar…!! 🙂
Eftir sýninguna tókum við leigara heim til Lottu og Úlfars (við tókum lestina til San Fran) og síðan lánuðu þau okkur annan bílinn sinn til að keyra heim! Hann Úlfar nefnilega vinnur rétt hjá okkur svo hann getur sótt hann á mánudaginn. 🙂