Sunnudagur 3. nóvember 2002
No work weekend
Tókum til í gær og fórum í innflutningspartý/afmælisveislu til Rikka, nema hvað að ég fattaði ekki “afmælis”partinn og við komum gjafalaus… bad bad people!! Þurfum að kippa því í liðinn sem fyrst… Enduðum reyndar hjá Guðrúnu og Snorra í Fremont að spila þeirra “Settlers” sem er enskt en ekki danskt eins og okkar. Einhverra hluta er grafíkin í þeirra spili allt öðruvísi og heldur en okkar sem er miklu glaðlegra einhvern veginn. Við spiluðum tvö spil áður en Snorri var næstum sofnaður við borðið…
Í dag var bara “hanga heima/gera ekkert” dagur. Kláraði Hitchikers Guide to the Galaxy sem ég keypti um daginn í fortíðarkasti og svaf smá. Finnur fékk Augusto til að hjálpa sér við rásina sína og núna er hún víst orðin lóð-hæf… Spennó! 🙂