2002-11-08Uncategorized Standard
Föstudagur 8. nóvember 2002
Það rignir og rignir…
Það er búið að rigna stanslaust frá því í gær og á að halda áfram fram á morgundaginn. Þetta er nefnilega víst svona “48 hour storm“, þ.e. hellirigning og smá vindur/gola. Ég var samt rosalega sniðug í morgun og fór með stóru regnhlífina okkar í lestina og strætóinn sem var nú bara fínt. Alltaf gott að vera með stórar regnhlífar því þær snúa síður upp á sig í vindinum.
Allt votviðrið var til þess að lestinni seinkaði smá og strætónum líka, svo ég mætti síðust í prófið í morgun, svona 3 mínútum of seint, sem er töluvert þegar prófið er bara 50 mínútur. Hvort sem það var því að kenna eða ekki, þá kláraði ég ekki prófið alveg en ég vona að þetta hafi ekki verið allt of slæmt. Það kemur í ljós í næstu viku…