Laugardagur 9. nóvember
C’est la vie…
Hef verið undarlega stressuð undanfarið, það er eins og ég hafi undið svo svakalega upp á mig til að takast á við próf og að halda fyrirlestra (þann sama tvisvar), að núna þegar engin ógnvænleg próf eða fyrirlestrar eru við sjóndeildarhringinn, þá taki það mig frekar langan tíma að gíra niður. Stressið kom amk berlega í ljós í morgun þegar ég ætlaði þvílíkt að sofa út á laugardagsmorgni en var síðan vöknuð klukkan átta eins og á venjulegum degi. Grrr… Reyndar kom þetta sér ágætlega því ég kláraði seinni helminginn af Bridget Jones 2 bókinni áður en Finnur rumskaði… hehe… og by the way… það er nákvæmlega mánuður eftir af skólanum!
Planið fyrir útsoferí morgundagsins er að draga fyrir rimlagluggatjöldin líka og sjá hvort smá dimma hjálpi ekki til… 🙂
Leikföng
Annars var þetta rólegur dagur, fyrir utan að ég fór í Toys’R’Us og keypti “Sequence” spilið sem Halli og Adda eiga og ég og Holla fílum í tætlur. Merkilegt nokk þá amerískt Sequence allt öðruvísi á litinn en evrópska Sequencið sem er grænt.
Í leiðinni greip ég með tvær gjafir fyrir tilvonandi barnaafmæli um næstu helgar, en annars var ég hálf fúl með úrvalið. Það virðist næstum ómögulegt að fá hljóðlaus leikföng fyrir lítil börn…!! Ég meina, er ekki nóg að foreldrið segi “víííí” eða “brumm brumm” frekar en að kvelja foreldrið með því að þurfa að hlusta á “brumm brumm” eða “this is the letter a” leikið aftur og aftur með hroðalegum hljóðgæðum?!?! Næstum öll leikföng í dag eiga að “kenna” börnum eitthvað… með sömu hroðalegu “standard” röddinni… Ætli þetta þýði að börnin sem eru að alast upp í dag eigi öll eftir að tala eins og kennsluleikföng? 🙂
Annars horfði ég líka á 3 DVD myndir, Pretty Woman, X-men og Iris, þá síðustu með Finni. Mæli eindregið með þeim öllum… 🙂