2002-11-27Uncategorized Standard
Miðvikudagur 27. nóvember 2002
Komin til L.A.-la-lands
Okkur tókst hið ómögulega, þ.e. að leggja af stað fyrir hádegi eða klukkan 11:30. Misstum þar af leiðandi af flestum umferðarstíflunum og vorum komin til Gunnhildar og Jóns klukkan 18:15. Sem sagt rétt tæpir 7 tímar í bílnum sem er miklu betra en venjulega um “Thanksgiving” (8 tímar). Á venjulegum degi tekur þessi bíltúr 5-6 tíma.
Snilld númer tvö í dag var að mp3 geisladiskaspilarinn virkaði vonum framar og því vorum við fullkomlega laus við skruðninga í útvarpinu og “mariarchi” tónlistina (*hrollur*) 🙂 Nú er því bara að leggjast í sófann, slappa af og njóta lífsins fram á sunnudag þegar við keyrum til baka. 🙂