Mánudagur 25. nóvember 2002
Slapp með skrekkinn
Hrökk upp í morgun við hvað það væri bjart inni en að klukkan hefði ekki hringt. Kom í ljós að Finnur hafði sett klukkuna á 7:30 PM (e.h.) en ekki AM (f.h.) og því bara grís að klukkan var ekki meira en svo að ég gæti ennþá náð lestinni! Lifði af tímana tvo og hamaðist síðan við heimadæmagerð í allan dag – ásamt því að ég náði í nýjustu Pearl Jam plötuna. Hún inniheldur nokkur góð lög, en ég er ekki alveg búin að ná að melta hana… Ætli hún fái ekki að hljóma í nýja ferðageisladiskaspilaranum (sem tengist við kassettutækið í bílnum með þar tilgerðri kassettu) þegar við keyrum niður til Los Angeles á miðvikudaginn?
Þess ber að minnast að Soffía og Ágúst héldu upp á 1. árs afmæli Ágústs (-ar?) Bjarka í gær og það var heldur betur gaman!