Föstudagur 4. október 2002
Er ekki dauð
Ég biðst velviðingar á blogg-leysi síðustu daga, en ég hef verið á haus við að gera heimadæmi og fara á köfunarnámskeið! Mér til mikillar gremju tók það mig 4 daga að gera “2D imaging” heimadæmin, aðallega vegna þess að í síðasta dæminu áttum við að taka gögn (4,5 milljón gagnapunktar) frá gervihnetti og teikna kort af jörðinni. Auðvitað þá er jörðin kúla sem snýst þannig að bara það að fatta hvernig gervihnötturinn hreyfði sig yfir jörðinni tók heillangan tíma! Útfæra það í matlab tók ennþá lengri tíma (silly me!) en núna er allt gott, kominn föstudagur og bara ljúf helgi framundan! 🙂
Við Finnur fórum annars í okkar fyrsta verklega köfunartíma í gærkvöldi þar sem við svömluðum um í sundlaug og æfðum okkur að anda með kút og tæma gleraugun af vatni o.s.frv. o.s.frv. Allt í allt þá var þetta mjög gaman, nema hvað að ég hef litla sem enga stjórn á því hvert ég er að fara í vatni. Oh, well, það ætti að koma með æfingunni! 🙂 Næst verður bóklegur tími á þriðjudaginn, og svo annar verklegur á fimmtudaginn. By the way, eitt það fyrsta sem við þurftum að gera var að synda 200 metra og síðan halda okkur á floti í 10 mínútur. Gaman, gaman! 🙂