Sunnudagur 1. september 2002
Hitabylgja
Við sátum yfir imbanum og horfðum á Teen Species á TLC til næstum 4 en þá hrökkluðumst við út úr íbúðinni fyrir hita, enda næstum 30 stiga hiti úti. Þá lá leiðin til Soffíu og Ágústar til að skila loksins saumavélinni góðu (eftir að hafa keypt nýjar nálar þar sem ég braut tvær!) en þegar við komum þangað þá voru þau að fara út úr dyrunum í afmæli. Við skiluðum því bara vélinni og eftir örstutt stopp þá fórum við og fengum okkur ís í Palo Alto (umm… gelato! Nammi namm! 🙂 Síðan í örvæntingu okkar um að hafa ekkert að gera fórum við í bíó á “My Big Fat Greek Wedding” sem var skemmtilega fyndin og þægileg – og er búin að slá öll aðsóknarmet hérna í sumar (kostaði 5 milljónir dollara og er búin að hala inn næstum 100 milljónir!). Að því loknu fórum við á Black Angus og fengum okkur STEIK! 🙂