2002-09-03Uncategorized Standard
Mánudagur 2. september 2002
Ikea dagur
Kerri hafði samband í morgun og stakk upp á Ikea ferð. Ég var meira en til í það – enda frídagur hjá mér (Labor Day) en Finnur í vinnunni. Aldrei þessu vant þá lentum við ekki í neinum umferðarteppum á leiðinni upp eftir (u.þ.b. klst í hvora átt) en það var pakkað í Ikea – svo pakkað að maður sá marga eiginmenn ganga um í hálfgerðum transi eða í geðvonsku-köstum. Og ég held að ég hafi aldrei séð svona margar óléttar konur saman komnar á einum stað!!! Hvað um það, við spreðuðum um 400 dollurum hvor, og núna á ég gardínur fyrir stofuna!! 🙂 Jibbíkóla!! 🙂