2002-09-06Uncategorized Standard
Fimmtudagur 4. september 2002
Brennidagur
Ég dag sat ég sveitt við að brenna geisladiska, enda var ég búin að ná í tæp 5 GB af gögnum í gegnum Kazaa. Þannig vann ég nákvæmlega ekki neitt í dag því að tölvan mín verður óstarfhæf þegar hún skrifar diska (hver diskur um 7 mínútur) og á það til að krassa illilega ef passa mig ekki og reyni að ræsa WinAmp eða lesa póstinn minn í leiðindum mínum…!! Sem sagt, frekar braindead dagur, og ég bráðskammaðist mín þegar prófessorinn kom inn á skrifstofuna og ég viðurkenndi að hafa ekki unnið handtak – OG að við værum að fara í útilegu á morgun svo það myndi ekki gerast mikið þá heldur. Við erum sem sagt að fara í útilegu á ströndina með hóp af Íslendingum (13 börn og 13 fullorðnir) – okkar fyrsta útilega hérna úti.