2002-09-09Uncategorized Standard
Sunnudagur 8. september 2002
Útileguhelgi
Við komum heim í dag um tvöleytið úr Íslendinga-standútilegu! Helgin var alveg frábær (tjald, sól, sandur, matur og góður félagsskapur) en það var líka gott að komast heim og í sturtu! Dagurinn fór í að þvo þvotta, ganga frá öllu og ég hvíldi lúin bein á meðan Finnur tók að sér að búa til myndavefsíður í tonnatali! 🙂
Kvöldið var síðan ofur-rólegt, ég eldaði teriaki-kjúkling og síðan horfðum við á Beðmál í borginni þátt úr seríu 4 (sem ég náði í af netinu því dvd diskarnir eru ekki komnir út ennþá!) 🙂 áður en við fórum að sofa.