Þriðjudagur 10. september 2002
Working late
Ég held að ég hafi verið með súrefnis-fráhvarfseinkenni eða strandar-fráhvarfseinkenni í gær… bara kom ekki nokkrum sköpuðum hlut í verk í gær. Ég ætlaði þvílíkt að gera betrumbót í dag en varð þá að byrja daginn á að fara á heilsugæsluna vegna blöðrubólgu 🙁 Ég er nefnilega eitthvað svo illa hönnuð að ef mér verður alvarlega kalt (eins og í útilegu helgarinnar) þá fæ ég pottþétt þennan ofur-pirrandi kvensjúkdóm! urrr… En ég fékk sem sagt lyf í 3 daga og núna líður mér bara vel. 🙂
Eftir hádegi var miklu skemmtilegra að taka þátt í fjörugum umræðum um orsök illsku mannanna og hvað innflytjendastefna Bandaríkjanna er leiðinleg og kemur mörgum í vandræði – þannig að það var nú lítið unnið þá… Svo sagði Finnur mér að hann þyrfti að vinna frameftir kvöldi svo ég ákvað að gera slíkt hið sama – en er búin að eyða síðustu tveimur klukkutímum í að ræða við Fayaz skrifstofufélaga um “sambönd”. Basically þá eru sambönd á við stríð og það er alltaf einn sigurvegari samkvæmt hans módeli. Einstaka sinnum kemur upp jafntefli en það er óvenjulegt… Hvað um það, umræðunni lauk á því að ég kenndi honum að gera magaæfingar því hann vill reyna að losna við það litla magaspik sem hann hefur… hehe…
… Og núna ætla ég að gera eitthvað að viti… 🙂