Miðvikudagur 11. september 2002
Ár liðið
Dagurinn byrjaði rólega, ég var ennþá dösuð um morguninn eins og ég hef verið alveg síðan um helgina… þannig að ég fór út og lagði mig í sólskininu þar til Logi kom til mín og spurðu hvort ég ætlaði ekki á minningarþjónustuna sem var að byrja klukkan tólf á hádegi. Ég hafði nú ekkert sérstaklega ætlað en fór nú samt og það var bara ágætt. Það var fullt af fólki samankomið fyrir framan kirkjuna og þar komu fram fulltrúar frá nokkrum trúarbrögðum (islamisti, kaþólikki, hindúist, búddisti, gyðingur o.s.frv.) og framkvæmdu trúarlegan gjörning eins og bænakall, sungu ljóð eða börðu í bjöllu. Síðan var öllum viðstöddum boðið að sá villiblómafræjum í mold sem síðar verður dreift um kampus.
Þegar leið á daginn fór þokan í hausnum á mér að þynnast og ég fór að geta unnið aftur – og hjálpaði Söruh meiri að segja við mælinguna hennar (klst mæling sem felur í sér mælingu á suði þegar viðnámi er dýft í heitt og síðar kalt vatn…!). Ég hjólaði með Loga heim (hann pýndi mig til að hjóla hratt) og eftir kvöldmat kom Fayaz og náði í mig, Finn og Loga og við fórum saman á xXx (Triple X). Ég verð nú að viðurkenna að ég var búin að vera að undirbúa mig undir þessa mynd í nokkrar vikur, svona stilla heilann (hversu mikið skyldi slökkva á honum) og ég verð bara að segja að ég hafði mjög gaman að ræmunni… enda var engin heilastafsemi whatsoever í gangi! 🙂 Ég þjáist greinilega af veikleika gangvart djúprödduðum kynblendingum með tattó… Ekki segja Finni! 🙂 🙂