Laugardagur 28. september 2002
Pikknikk
Við hittum vini okkar og kunningja í Rengstorff Park (sem er hérna rétt handan við hornið) um 3-leytið í dag til að segja hæ og grilla og hafa það gott. Þetta reyndist vera dæmi um að það “þetta reddast” virkar alltaf… því ég sendi út póstinn um að við skyldum hittast þarna, en gerði engar frekari ráðstafanir. Að sjálfsögðu kom í ljós þegar á hólminn var komið að maður þurfti að panta sér útigrill og sæti við grillið – og það var allt upp pantað. En þar sem einhver sem hafði pantað sér fjögur grill/borð var ekki mættur klukkan 3 (en þá rennur pöntunin út) þá gátum við leigt borð í staðinn og höfðum það bara gott. Augusto reyndi síðan að kenna mér að kasta frisbí almennilega – sem gekk svona lala. En núna vitum við hvernig þessi garður virkar, og hann er nú bara mjög fínn. 🙂