Miðvikudagur 31. júlí 2002
Letihaugur
Ég er letihaugur, og ég ætti fyrir löngu að vera búin að af-net-tengja tölvuna mína í vinnunni/skólanum. Ég bara kem engu í verk! Grump!
Annars gerðist svona skemmtilegt atvik í dag. Ég var að lesa Wall Street Journal í rólegheitunum þegar að mér gengur ljóshærður drengur og spyr mig á ensku “Do you know an Icelandic guy named Logi?”. Ég auðvitað spurði hann bara til baka á íslensku hvað hann héti og að já ég þekkti Loga. Þar var sem sagt kominn Freyr, sem er að hugsa um að sækja um í tölfræðideildinni hérna í Stanford! Ég náði í skottið á Loga og við sátum inni á skrifstofunni minni og röbbuðum og lífið og tilveruna, og hvernig það er að sækja um bandaríska háskóla…
Hmm… kannski að ég ætti að setja svona rafmagnsgirðingu umhverfis skrifstofuna mína svo það geti enginn truflað mig heldur?… 😉