2002-08-06Uncategorized Standard
Mánudagur 5. ágúst 2002
Lesa meira og meira, meir í dag en í gær
Var heima í dag og las… og horfði á sjónvarpið… og las… og horfði á sjónvarpið. Það er eiginlega gott hvað sjónvarpið hérna er andstyggilegt, maður gefst alltaf upp á endanum! Annars dó tölvan okkar í dag – bara svartur skjár þegar ég kom að henni og svo skilaboð um að einhver system skrá væri corrupt þegar ég endurræsti hana. Kom í ljós að ein viftan hafði dáið og einn harði diskurinn tók það mjög nærri sér.
Þegar Finnur kom heim úr vinnunni fékk hann því að eyða bróðurpartinum af kvöldinu í að laga vélina sem hafðist að lokum! Og ekki nóg með það, heldur virkaði nýi minniskubburinn sem hann fékk í skiptum fyrir þann sem hann keypti um helgina líka!! Jibbí jei!