2002-08-10Uncategorized Standard
Laugardagur 10. ágúst 2002
Operation “Flee The Apartment”
Ég fór á fætur klukkan 9 í morgun og bjó til eplaköku fyrir brunchið hennar Deirdre sem var klukkan 11. Hún heppnaðist bara vel! 🙂 Brunchið var líka vel heppnað, nema hvað það var ansi heitt – enda um 30 stiga hiti úti. Síðan flúðum við Finnur upp í loftkældan skóla þar sem Finnur eyddi góðum tíma í að kíkja á tölvuna mína og ég las bók á meðan. Síðan buðu Kerri og John okkur í “kvöldmat” klukkan fimm þrjátíu, ofbakaðan lax, sem var mjög fínn.
Núna er Finnur úti að leita að season 3, disk 3 – okkar síðasta “fixi” í bili því það er ekki búið að gefa út season 4. Update: Ekki til á 5 vídeóleigum!
Tölvulæti
Veftölvan er búin að vera með læti undanfarið. Vonandi fer hún að róast bráðum…