2002-08-14Uncategorized Standard
Miðvikudagur 14. ágúst 2002
Tölvuvesen
Það virðist sem gamli Apache vefþjónninn og nýji Zone Alarm eldveggurinn hafi ekki viljað tala saman undanfarið sem skýrir af hverju vefurinn er búinn að vera í hakki. En núna er ég búin að uppfæra Apache þannig að vonandi er þetta vesen úr sögunni… sjö níu þrettán…
Annars ekkert merkilegt gerst, saumarnir voru teknir í gær og ég hjólaði í skólann og fór í “gymmið” í morgun í tilefni af því.