Mánudagur 19. ágúst 2002
Þetta verður löööng vika…
Eftir smá hjóla-í-skóla þá fór ég í leghálsskoðun hjá heilsugæslunni. Lenti á þvílíkt fínni konu sem rabbaði við mig um þetta með “life partners” dæmið í Evrópu á móti hjónabandsfíkn Bandaríkjanna. Ég sagði henni að heima þá er helsti munurinn “erfðalegur” og hvað erfðalögin heima á Íslandi eru ströng, að þetta sé svo til allt slegið á fast og lítið sem hver og einn getur úthlutað fullkomlega að eigin vild. Á móti sagði hún mér að í Kína erfir elsti sonurinn allt, að hann eigi að hugsa um eftirlifandi foreldrið, og mögulega hin systkinin ef hann er mjög hjartahlýr. Ekki það að hún væri kínversk, hún var snjóhvít eins og ég…
Restin af deginum leið í hálfgerðu móki, ég reyndi að lesa grein um reglubundna hegðun frumna (eða RNA í frumum) í tengslum við mögulegar rannsóknir, en ég skildi ekki rúmlega helminginn af orðunum þannig að ég var alveg að sofna og botnaði ekki neitt í neinu. Flúði heim um sjöleytið og Finnur eldaði Bangkok-bollur! 🙂