2002-08-22Uncategorized Standard
Fimmtudagur 22. ágúst 2002
Matlab snýr aftur
Ég var vinsamlegast beðin að snúa aftur að matlabbinu mínu af proffanum mínum og ég er búin að vera að spóla í sömu hjólförunum í allan dag. Er að hlusta að Moulin Rouge soundtrakkið (Roxanne útgáfan er ótrúleg) á meðan til að gera lífið bærilegt (ahhhh!). Var annars á fá kikk út úr minninu mínu… Finnur spurði hver hefði sagt “svo legg ég til að Karþagó verði eyðilögð” og ég skrifaði strax “Kató” – sem reyndist svo vera rétt!!?! Hvernig fer minnið að þessu?! Það er ekki eins og ég hafi svo mikið sem hugsað um þessa staðreynd í FIMM ÁR og samt bara svona kemur það skoppandi eins og ekkert sé sjálfsagðara?!! Mér finnst þetta skrítið.