Föstudagur 26. júlí 2002
Ónýt, gjörsamlega ónýt!
Það er svoldið skrítið að hugsa til þess, en ef við hefðum ekki þurft að flýta okkur heim vegna Finns, þá hefðum við lent í dag. Í tilefni af því þá var ég algjörlega, og þá meina ég algjörlega gjörsamlega og ótrúlega, ónýt í dag. Ég mætti í morgun, sá að það sem ég hafði skilið eftir til að keyra í gær á Matlab var allt vitlaust og vont, fann eina stafsetningarvillu í kóðanum, keyrði hann aftur og sá að það var allt ennþá í steik og rugli.
Eftir það lagðist ég í þunglyndi og þreytukast sem endaði á því að ég afrekaði eftirfarandi eftir hádegi: 1) sótti um að verða löglega verkfræðingur á Íslandi, 2) pantaði útskriftarmyndir af sjálfri mér fyrir mömmu aðallega, 3) náði í nýjustu plötu Eminem, 4 ) náði í Amelie plötuna, 5) náði í Spiderman plötuna – allt af vefnum nema númer 1). Hins vegar var ekki meira kóðað þann daginn sem var líklega svoldið leiðinlegt fyrir launagreiðandann minn. En ég lofaði yfirbót og betrum á mánudaginn.
Skakklappaðist síðan heim á hjólinu, hrundi í sófann og var gjörsamlega ónýt heima líka. Við horfðum á Leon um kvöldið (sem ég keypti í London) sem var fín, nema hvað að svo fórum við á www.imdb.com og komumst að því að það hafði verið svindlað á okkur – við höfðum keypt stuttu aumingjalegu útgáfuna af Leon, en ekki kúl, flottu, international útgáfuna. Beware!! Hún á að vera um 130 mínútur en ekki 106 mínútur!!! Grrr!!!