Þriðjudagur 30. júlí 2002
Bíllinn minn, ég elska bílinn minn…
… aðallega vegna þess að ég fékk að vera á honum í dag. Þannig var mál með vexti að vinnan hans Finns ætlaði að bjóða okkur og þeim starfsfélögum sem vildu koma út að borða um kvöldið og Finnur nennti ekki að gera sér sérferð til að ná í mig heim… Þannig að ég var á bílnum í dag og slapp þar með við klukkutíma hjólapúl (hálftími fram og til baka). Hins vegar át ég yfir mig (að venju) og því held ég að kannski hefði ég bara átt að hjóla samt! hehe…
En kvöldmaturinn var fínn. Eina sem skyggði á kvöldið var að á leiðinni heim sprakk á bílnum (næstum hvellsprakk, ég hef líklega keyrt á nagla eða eitthvað). Áður en við stoppuðum við ein ljósin var allt í gúddíí, en síðan þegar ég ætlaði að taka af stað aftur þá var eitthvað mikið að – svo ég stoppaði bílinn og þá var framdekkið farþegarmegin flatt og maður heyrði loftið streyma út. Finnur hetja skipti síðan um dekk þarna við vegarkantinn á meðan ég danglaði eins og illa gerður hlutur í kringum hann. Mikið rosalega held ég að ég væri vonlaus í að skipta um dekk… 7, 9, 13… Merkilegt nokk, þá er þetta í annað skipti sem þetta dekk springur, og þriðja skiptið sem það springur á bílnum í sumar!
Síðan gerðum við dauðaleit að “Sex and the City” season 2 DVD á vídeóleigunum – en höfðum ekki erindi sem erfiði. Svekkur!