Miðvikudagur 5. júní 2002
Afmæladagur
Í dag eiga eiginlega allir afmæli! Hann Bjarni litli bróðir er 11 ára í dag, Margrét systurdóttir Finns er 5 ára, Fayaz skrifstofufélagi er 25 ára og Margrét frænka Finns var að eignast son í dag!! Til hamingju öll sömul! 🙂
Review Session
Nú er misserið að líða undir lok og þá tíðkast að halda Review Session, sem og ég gerði fyrir bekkinn minn. Sem betur fer eru þessir upprifjunartímar bara tvisvar á önn, því það tekur þónokkurn tíma að undirbúa þá. Aðallega tók langan tíma að lesa alla kaflana sem ég átti eftir, en þetta hafðist nú allt. Ég þusaði yfir hausamótunum á milli 12 og 15 manns á milli klukkan 18 og 19 og það voru bara örfá geysp… 🙂 Það eru svona rúmlega þrjátíu manns skráðir í kúrsinn…
Nú er bara einn skrifstofutími eftir á morgun, og svo að svara tölvupósti og þá er ég búin, því lokaprófið er á föstudaginn. 🙂