Þriðjudagur 11. júní 2002
Musical therapy
Tók mér frí í dag… mætti amk ekkert niður í skóla!! 🙂 Í staðinn greip ég gæsina, vaknaði snemma og plantaði mér fyrir framan sjónvarpið til að horfða á tónlistarmyndbönd..!! Það er nefnilega svo sorglegt að hinar ágætu sjónvarpsstöðvar VH1 og MTV sýna eiginlega bara einhverja leiðinlega og ljóta þætti (t.d. Behind the Music, sem ætti að heita “þegar Ég varð Fræg/ur, fór að Taka Eiturlyf, en Ég er sko Hætt/ur Því Núna og Líður Miklu Betur”) á daginn í staðinn fyrir tónlistarmyndbönd. Á næturna og morgnana hef ég hins vegar rekist á myndbönd í sjónvarpinu og þar sem ég er myndbandafíkill þá var morguninn æði! Ný myndbönd með Moby, Alanis, Will Smith, Bono + Corrs, og svo nokkur eldri. Hmm.. ég ætti að gera þetta oftar! Nú eða taka upp næturdagskrána!! 🙂
Occupational therapy
Eftir tveggja tíma msn spjall við Unnar frænda í Belgíu þá tók ég mig til og kláraði restina af saumaskapnum. Ég ætlaði að búa til 3 koddaver úr öllu afgangsefninu (var búin með eitt fyrir) en gafst upp eftir eitt og saumaði tuskur úr restinni. Á síðustu tuskunni brotnaði hins vegar saumanálin og ég fann engar aukanálar svo henni var bara hent… (hálfkláruðu tuskunni en ekki saumvélinni!). Á meðan ég saumaði hlustaði ég á alveg frábæra rokkstöð með SVO TIL ENGUM AUGLÝSINGUM (og ekkert svona “kauptu þetta kauptu hitt” heldur “gangtu í okkar samtök” frá Marines, og kristnum félagasamtökum!) Ahhh… nú líður mér vel! 🙂