Miðvikudagur 12. júní 2002
Það er komið sumar… 🙂
Ójá… nýtt lúkk! 🙂 Enda kominn tími til! Aldrei þessu vant þá er þetta ekki “standard” trellix útlit heldur bjó ég þetta til alveg sjálf! 🙂 (Uh, já, núna þegar ég á frí á kvöldin veit ég ekkert hvað ég á af mér að gera, og ég hef bara þolinmæði í einn fótboltaleik á kvöldi – en ekki þrjá eins og Finnur – svo að einhvern veginn verð ég að hafa ofan af fyrir sjálfri mér!! 🙂
Annars keypti ég mér hjól í dag – borgaði 150 dollara fyrir og líkar ágætlega. Það er í réttri stærð og rennur vel – amk hundrað sinnum betur en gamli skrjóðurinn! 🙂 Ég fékk það notað frá einhverjum dreng sem er að útskrifast núna um helgina. Núna hef ég enga afsökun fyrir því að hjóla ekki í og úr skólanum, enda er planið að gera það héðan í frá! 🙂