Föstudagur 14. júní 2002
Átveisla
Klukkan fjögur í dag mættum við Finnur ásamt fleirum á “rannsóknarhópfund” heima hjá Prófessor Zebker, sem kenndi radarkúrsinn núna í vor. Reyndar var þetta nú bara grillveisla í tilefni af því að veturinn er búinn og skólinn þar með… 🙂 Ég át algjörlega yfir mig, sem er farið að verða vandamál, því ég er alltaf að éta yfir mig. Ætli þetta sé eitthvað stress?… hmmm? 🙂
Annars náði ég ekki að klára skýrsluna í dag… ég prentaði hana út, en datt svo í hug að prófa svoldið þegar ég var að lesa hana yfir (eitthvað sem ég skrifaði fyrir 2 mánuðum “meikaði engan sens” lengur) sem leiddi til þess að mér seinkaði heilmikið… Kannski að ég vinni á morgun því mig dauðlangar til að vera laus við þetta rugl á mánudaginn! Svo er bara ein og hálf vinnuvika til Evrópuferðar! 🙂