Laugardagur 15. júní 2002
Svefndagur
Þrátt fyrir stór orð og oflæti þá skreið ég upp í rúm um þrjúleytið (þá skrapp Finnur hetja í vinnuna) og svaf til næstum sex í staðinn fyrir að vinna. Eftir voða fínan grillaðan lax í kvöldmat horfðum við hjónakornin síðan á tvær perlur úr kvikmyndasögunni, Pretty Woman og The Princess Bride, sem við eigum á DVD diskum… 🙂 Líklega hamingjusömustu DVD myndirnar sem við eigum, hinar eru frekar þunglyndar eins og Fargo og Hinrik V… Sérstaka kátínu vakti að það eru amk fjögur ný atriðið í Pretty Woman sem við höfðum aldrei séð áður… Nú er spurningin.. bættu þeir þessu við fyrir “10 year anniversary edition” eða erum við að upplifa upprunalegu amerísku útgáfuna? www.imdb.com hefur svarið… þetta mun vera “Directors Cut”!
Síðan vöktum við til tvö í nótt að strauja buxur, skyrtur og kyrtil fyrir morgundaginn…