Sunnudagur 16. júní 2002
Meistari Hrefna…?
Já, það er ég! 🙂 Í dag útskrifaðist ég nefnilega með mastersgráðu úr rafmagnsverkfræði við Stanford University! 🙂 Þeir Logi og Rikki útskrifuðust líka ásamt hrúgu af útlendingum. Svo útskrifuðust Sjonni og Kristín Friðgeirs bæði með doktorsgráður, hann í jarðeðlifræði og hún í aðgerðagreiningu (held ég að það heiti). Björgvin Skúli hennar Kristínar útskrifaðist líka með master í aðgerðagreiningu. Til hamingju öll! 🙂
Dagurinn var annars fínn, við mættum á Stanford Stadium um morguninn þar sem allir útskrifarnemar og fjölskyldur mættu og ræður voru haldnar. Síðan fórum við að rafmagnsverkfræðinni og eftir hádegismat voru prófskírteini afhent. Það þarf varla að greina frá því að það var heiðskýrt allan tímann og svona 25 stiga hiti… enda er Finnur núna vel karfalegur í framan… en ég voða fín enda bar ég á mig 45 stiga sólarvörn í morgun! 🙂
Þetta gekk allt voða vel (fyrir utan að manni varð heldur heitt stundum í svörtum kufli, og ég held að ég sé brennd í augunum!) og eftir að athöfninni lauk klukkan þrjú fórum við í 17. júní fagnað til Guðrúnar og Snorra í Fremont. Þaðan komum við núna um áttaleytið, og núna er planið að hrúga myndum á vefinn og fara síðan að sofa! 🙂