Laugardagur 22. júní 2002
Lítill heimur
Fyrst af öllu, til hamingju með masterinn Arnbjörg og Kristján! 🙂
Í öðru lagi þá komu Tommi og Kristín til Bay Area í dag. Tommi var með Finni í TVÍ á sínum tíma og síðan aftur í BS náminu í Háskólanum í Reykjavík hér um árið. Þeir unnu líka saman eitt sumar fyrir laaaanga löngu síðan (1995)! Kristín (aka Stína Stuð) og ég vorum bekkjarsystur í 5. og 6. bekk X í MR, hún var líka í Hagaskóla eins og ég og tók síðan BS í vélaverkfræði á meðan ég var í rafmagninu! Tommi er núna að vinna fyrir Greenborder eins og Finnur, en hefur aðsetur í Montreal, því hann á tvo krakka á Íslandi sem hann heimsækir reglulega – og Montreal er töluvert nær Íslandi en Kalifornía!
Hvað um það, þau komu og kíktu á okkur í dag og með þeim í för voru Ernir og Marylinn sem vinna líka hjá Greenborder (sumarstarfsmenn og kærustupar, Ernir er litli bróðir Úlfars, annars stofnanda Greenborder…). Við spjölluðum heillengi um daginn og veginn áður en við fengum okkur hamborgara á Chili’s og fórum svo á The Bourne Identity sem er ágætis mynd, hennar helsti kostur er að vera tekin upp í Evrópu – aaahhh ég sakna Evrópu – og svo er Matt Damon svoddan krútt!! 🙂