Þriðjudagur 25.júní 2002
Síðasti dagur fyrir frí
Í dag birtist Gunnlaugur Þór Briem (a.k.a. Gulli by necessary simplification) í Packard – sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að hann á heima á Íslandi þar sem hann forritar eins og óður maður fyrir Dímon… Gulli var í Stanford á undan mér þar sem hann krækti sér í mastersgráðu áður en hann tók sér “leave of absence” frá doktorsnámi (án þess að byrja í raun á því) til að vinna fyrir Dímon og ílengtist aðeins of lengi… En hann kíkti sem sagt við í dag á ferð sinni um heiminn og heilsaði upp á gamla kunningja – þar á meðal yours truly greinilega! 🙂
Fyrir utan það að spjalla við Gulla gerðist ekkert merkilegt í dag, ég vann í svona kortér af smá viti, en restin af deginum fór í að brenna geisladiska til að fara með heim til bræðranna… hehe…
Á morgun fljúgum við til Englands, ég held að flugið sé klukkan 16:30 frá San Francisco. Ef allt gengur að vonum þá ættum við að lenda í Englandi um klukkan 11:00 á fimmtudagsmorgni. I’ll keep you posted! 🙂