2002-05-01Uncategorized Standard
Þriðjudagur 30. apríl 2002
Smíðahetja
Fyrir 8 eða 9 mánuðum síðan keyptum við lítil Ikea ljós til að setja í efstu bókahilluna okkar. Í kvöld, eftir að hafa horft á Trading Spaces þátt dagsins, dreif ég mig því í að setja upp ljósin tvö, vopnuð skrjúfjárni og bor. Finnur lá í móki í sófanum á meðan með Time blað, enda búinn að vera að þræla í vinnunni, og þar að auki með bakverk eftir blakið um daginn! En ég sem sagt “massaði” þetta bara og núna eru fjölskyldumyndirnar alveg rosalega vel upplýstar! 🙂