Miðvikudagur 1. maí 2002
Andlitslömun!
Ég var að spjalla við Pétur litla bróður (12 ára) áðan og hann sagði að vinstri hliðin á andlitinu á sér væri lömuð og væri búin að vera það í tvo daga!!! Samkvæmt læknunum á slysó er hann með “Bell’s Palsy” – eða klemmda taug – og mér sýnist á því sem ég hef lesið á netinu að hann ætti að jafna sig á endanum. En fyrr má nú fyrr vera!! Það er búið að setja hann á massívan sterakúr til að reyna að drepa niður alla mögulega bólgu sem gæti verið að þrýsta á andlitstaugina og líka taka úr honum blóðsýni. Hann dvelur víst hjá ömmu og afa þessa dagana og sefur með lepp fyrir vinstra auganu því hann getur ekki lokað því almennilega. Þess fyrir utan verður hann að setja saltlausn í augað svo það þorni ekki upp… Greyið litla! 🙁
P.s. Ríkey frænka er 25 ára í dag.