Fimmtudagur 2. maí 2002
Mig vantar meira minni
Ég er að taka “imaging-radar” kúrs sem er fínn – nema hvað að við erum að búa til landslagsmyndir úr gervihnattamælingum sem eru heldur stórvaxnar. Ég er auðvitað algjör rafmagnsverkfræði-dudette og nota því einungis Matlab sem hentar rosalega vel í flest verkefni – nema að vinna með ógeðslega stórar gagnaskrár. Ég hef því um tvennt að velja, annaðhvort böggað Finn og fengið hann til að hjálpa mér að skrifa kóða í C++ (sem hann er þegar að gera í “tónlistarkúrsinum”) eða… ég get notað þetta sem afsökun til að kaupa mér meira minni í tölvuna! Hmm… hvort hljómar betur? 🙂
Pési litli
Jújú, Pétur bróðir er ennþá lamaður öðru megin í andlitinu og þar hefur ekkert breyst. Hann á líklega ekki eftir að verða orðinn góður fyrr en eftir mánuð í fyrsta lagi en þetta gæti tekið allt upp í þrjá til sex mánuði. Eina sem ég vildi bæta við var að núna hef ég minnst á þetta við nokkra hérna úti og það kannast flestir við einhvern sem hefur fengið “Bell’s Palsy” líka. Hvernig stendur á því að ég hafði enga hugmynd um að þetta væri til? Mér sýnist af netinu að 1 af hverjum 5000 fái þessi einkenni sem þýðir að í Reykjavík og nágrenni ættu að vera 30 manns með Bell’s Palsy… (ef gert er ráð fyrir að íbúafjöldi sé 150 þús manns).
Saumklúbbsbakstur
Vippaði saman gulrótarköku og ostaköku fyrir saumaklúbbinn á morgun.