2002-05-04Uncategorized Standard
Föstudagur 3. maí 2002
Saumaklúbbur
Hélt saumaklúbb í kvöld og mættar voru Helga (au-pair hjá Elvari og Veroníku), Jónína, Kristín Friðgeirs, Sigga, Elsa með Sigtrygg litla og Soffía með Ágúst Bjarka litla. Fyrir utan gulrótarkökuna (aðeins of sterk) og ostakökuna (vitlaust tegund af súkkulaði) var ég með vel heppnaðan heitan rétt ásamt rosagóðri eplaköku frá Árdísi (takk!). Við spjölluðum fram eftir kvöldi og fundi var ekki slitið fyrr en eftir miðnætti. Ég þakka öllum kærlega fyrir komuna! 🙂