Mánudagur 13. maí 2002
Jarðskjálfti!
Það kom loksins að því – við fundum jarðskjálfta! Eða öllu heldur, hann fann okkur… 🙂 Núna um 10 leytið í kvöld urðum við (reyndar aðallega Finnur – ég var ekki jafn kyrr og hann) vör við jarðskálfta sem mun hafa verið 5,2 á Richter og átti upptök sín töluvert sunnar en við búum. Ekkert datt niður, við sáum bara að gluggatjöldin hreyfðust og það var smá hristingur. Síðan ekki söguna meir… amk ekki ennþá… hehe…
Meiri göngutúrar
Jújú, ég labbaði upp að disknum góða í hádeginu til að ýta á takkann minn. Það segir kannski ýmislegt um hvað maður er annars hugar að það var ekki fyrr en ég var komin alveg upp að disknum að ég sá að einhverjir gæjar voru búnir að slaka “þrífætinum” eða “löppunum” niður á jörðina og voru að grúska eitthvað. Þetta er nefnilega bara það mest áberandi við diskinn… oh boy. En allt reyndist í góðu lagi – það mun nefnilega vera mjög kyrrt á himinum milli klukkan 12 og 14 og því fengu þeir félagar leyfir til að mæla eitthvað…
Silly hálsbólga
Ég komin með snert á hálsbólgu. Ég held að ég skrópi í sundið á morgun…